Afar illa farið með skattfé almennings – Ríkisfjármögnun stjórnmálaflokka jaðrar við glæp

Skafti Harðarson formaður Félags Skattgreiðenda.

Það virðist viðvarandi vandi hér á landi að farið sé illa með skattfé almennings og bruðlað út í hið óendanlega, sér í lagi þegar verið er að ausa fé í verkefni sem tengjast hinu opinbera.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Skafta Harðarsonar formanns Félags skattgreiðenda í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur. Skafti benti á í þættinum að hætta mætti hinum ýmsu gæluverkefnum og svo mætti fela einkageiranum ákveðna þætti innan heilbrigðiskerfisins í stað þess að senda fólk erlendis í til dæmis liðskiptaaðgerðir líkt og nú sé gert, því slíkt sé mjög dýrt

hér er fyrirtæki í Ármúla sem gerir slíkar aðgerðir en hið opinbera vill ekki að fólk fari þangað nema það borgi það sjálft og sendir það þess í stað erlendis á dagpeningum í dýrari aðgerðir og ferðina á Sagaclass farmiða, þetta er vísvitandi sóun á almannafé„,segir Skafti.

Þá segir Skafti að annað sem mætti leggja af eru styrkir frá hinu opinbera til stjórnmálaflokka

ríkisfjármögnun stjórnmálaflokka tel ég nánast jaðra við glæp, þetta er það óeðlilegasta sem til er, svo setja þeir sem ráða öðrum flokkum mörk yfir hvað þeir fá komi þeir nýjir inn og af hverju skyldi það vera?, jú það er til þess einfaldlega svo þeir fái ekki samkeppni, ég skil ekki af hverju Samkeppniseftirlitið er ekki búið að skoða þetta mál„,segir Skafti.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila