Almenningur ekki nægilega meðvitaður um lífeyrismálin

Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða

Almenningur á Íslandi er alls ekki nægilega meðvitaður um sín lífeyrismál og því er nauðsynlegt að kveikja áhuga fólks á að kynna sér þau mál í tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þóreyjar S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsambands lífeyrissjóða í þættinum Heilsan heim í vikunni en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Landsamband lífeyrissjóða mun á næstunni standa að fræðsluherferð undir nafninu Lífeyrisvit í þeim tilgangi að vekja almenning til umhugsunar um lífeyrismál sín.

Hún bendir á að það sé mikilvægt fyrir fólk að vera meðvitað og helst ætti fólk að kanna sín mál á meðan það er enn ungt

það er mjög nauðsynlegt að fólk átti sig á stöðu sinni, því það gæti lent í einhverjum áföllum á lífsleiðinni og þá kannski verður það illa sett og þá er betra að hafa kannað þessi mál og hafa kannski undirbúið sig eitthvað„.

Hún bendir á að það sé ýmislegt sem fólk viti ekki um lífeyrissjóðakerfið, til dæmis megi nefna sé hægt að flýta töku lífeyris og einnig seinka henni

þannig þetta kerfi er nokkuð sveigjanegt

Hlusta má á þáttinn í spilarnum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila