„Alræðishyggja ESB er arftaki nasista og kommúnista og mun eyðileggja Evrópu“

Forseti þingsins í Ungverjalandi segir nýja alræðishyggju frjálshyggjunnar vera arftaka nasista og kommúnista og að hún muni eyðileggja Evrópu.

Forseti ungverska þingsins hefur talað gegn „nýjum alræðismetnaði“ frjálshyggjunnar í ESB og segir, að hann myndi ekki greiða atkvæði með aðild að Evrópusambandinu í dag.

László Kövér, forseti þjóðþings Ungverjalands, segist „ekki hafa kosið já með hjartanu“ við þjóðaratkvæðagreiðsluna í Ungverjalandi um inngöngu í ESB árið 2003. Hann segist hafa dæmt málin þannig í heild, að ESB-aðild myndi styrkja efnahag landsins og verða alþjóðlegur vettvangur til að tala í nafni þjóðarhagsmuna Ungverjalands.

Verðum með þar til ESB hrynur

Í viðtali við Kossuth Rádió sagði Kövér að „ef það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla núna myndi ég örugglega kjósa nei“ við inngöngu. Hann sagði samtímis, að þar sem Ungverjaland væri þegar meðlimur ESB, þá væri hann ekki hlynntur því að draga sig út úr sambandinu eins og Bretland hefur gert.

Fyrr í mánuðinum sagði hann að „Ungverjaland verður áfram aðili að ESB þar til það hrynur.“ Spáir Kövér því að það muni gerast innan kynslóðar, þar sem Brussel er „á efnahagslegri, félagslegri, andlegri og siðferðilegri ósjálfbærri braut.“

Nýja alræðishyggjan eða „græna heimskan“ um það bil að eyðileggja Evrópu

Kövér sagði í útvarpsviðtalinu að „eftir nasista og kommúnista er ný alræðishyggja um það bil að eyðileggja Evrópu. Alræðishyggjan er stundum kölluð frjálshyggja, post-húmanismi eða bara hvað sem er …t.d. græna heimskan.“

Ungverjaland hefur ásamt löndum innan ESB með svipaðar íhaldssamar þjóðstjórnir eins og t.d. í Póllandi lent í átökum við stjórnina í Brussel. Hafa deilurnar m.a. snúist um tilraunir ESB til að koma á kvótaflóttamannakerfi og flóttamannakreppu sambandsins.

Deilurnar hafa magnast að undanförnu eftir að ungverska þingið samþykkti lagapakka gegn barnaníðingum, sem takmarkar LGBT efni í skólum og í barnaefni fjölmiðla. Viktor Orbán forsætisráðherra fullyrðir„skólamenntun má ekki vera í andstöðu við vilja foreldranna“ og að „foreldrar búast réttilega við því, að á vettvangi barna eigi ekki klám, kynlíf sem slíkt, samkynhneigð og kynleiðréttingaráætlanir að vera í boði.“

Mark Rutte, vinstri forsætisráðherra Hollands, hvetur ESB til að „þvinga Ungverjaland á hné varðandi þetta mál“ og var leiðandi í að fá Evrópuþingið að lýsa því yfir, að löggjöf Ungverjalands „ógni lýðræði og grundvallarréttindum.“

Ungverjaland hefur bent á, að þingmaður Evrópuþingsins frá Möltu, sem hefur leitt baráttu ESB gegn Ungverjalandi vegna nýju laganna, sé dæmdur fyrir að dreifa hefndarklámi gegn fv. ástmanni sínum.

Mislitur api til barnaskemmtunar með hangandi titrara á milli fótanna í London hefur vakið mikið umtal og hneykslun foreldra og neyddist bókasafnið sem stóð fyrir skemmtuninni að biðjast opinberlega afsökunar.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila