Andrés Ingi Jónsson segir skilið við þingflokk Vinstri grænna

Andrés Ingi Jónsson er nú orðinn þingmaður utan flokka

Andrés Ingi Jónsson hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna og ætlar að standa utan flokka það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í dag þegar lesin var upp tilkynning frá Andrési.

Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur Andrés Ingi greint frá því að ástæðan fyrir ákvörðun hans sé fyrst og fremst til komin vegna óánægju hans með framtaksleysi ríkisstjórnarinnar í loftslags og útlendingamálum að hans mati og segir Samherjamálið ekki hafa haft úrslita áhrif á ákvörðun sína.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila