Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Hagkerfi heimsins í erfiðustu stöðu eftir síðari heimsstyrjöld

Kristina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur að efnhagshorfur hafi aldrei verið jafn slæmar frá seinni heimsstyrjöldinni.

Stöndum frammi fyrir efnahagshamförum ef allt fer á versta veg

Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hagkerfi heimsins standi frammi fyrir „stærstu þrengingum eftir seinni heimsstyrjöldina.“

Kristalina Georgieva skrifar um málið í bloggfærslu á bloggsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samtímis, sem leiðtogar heims koma saman í Davos til að taka þátt í hinum árlega alþjóðlega fundi Alþjóðaefnahagsráðsins World Economic Forum.

Hún lýsir stríðinu í Úkraínu eftir kórónufaraldurinn sem „kreppu ofan á aðra kreppu sem eyðileggur líf, hægir á vexti og eykur verðbólgu“.

Kristalina. Georgieva skrifar:

„Hátt matvæla- og orkuverð er mikil byrði fyrir heimilin út um allan heim. Þrenging fjármálaskilyrða veldur enn frekari þrýstingi á mjög skuldsettar þjóðir, fyrirtæki og fjölskyldur. Og lönd og fyrirtæki eru að endurmeta alþjóðlegar aðfangakeðjur innan um viðvarandi truflanir.“

„Ef stórauknar fjármálasveiflur verða á fjármálamörkuðum ofan á ógnir „loftslagsbreytinga“ þá má fullyrða, að við stöndum frammi fyrir „hugsanlegum efnahagshamförum.“

Önnur afleiðing af stríðinu í Úkraínu er „mikil aukin hætta á sundrungu í efnahagslífi heimsins“ heldur framkvæmdastjóri AGS áfram.

„Spennan vegna viðskipta, tæknilegra staðla og öryggis hefur aukist í mörg ár, grafið undan hagvexti – og trausti á núverandi efnahagskerfi heimsins.“

Kannanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sýna, að um 30 lönd hafa takmarkað viðskipti með matvæli, orku og aðrar mikilvægar hrávörur.

Deila