Alþjóðamat Svíþjóðar lækkað vegna leiðar hjarðónæmis – 100% hærri dánartíðni á elliheimilum í Stokkhólmi

Nýlega lækkaði Standard Ethics alþjóðamat á Svíþjóð frá EEE til EEE-. Segir í tilkynningu fyrirtækisins að
„Svíþjóð fylgdi ekki tilmælum WHO í upphafi Covid-19 heimsfaraldursins. Skilgreinendur Standard Ethics telja að með þessu hafi áhætta íbúa Svíþjóðar og Evrópu aukist. Núverandi stefna í heilbrigðismálum virðist hluti almennrar stefnu sem afvíkur frá Evrópusambandinu”.
Standard Ethics hefur aðsetur í London og mælir ýmsa þætti samfélagsins byggðum á upplýsingum SÞ, OECD og ESB og eru upplýsingarnar m.a. notaðar sem grundvöllur fjárfesta í viðkomandi ríkjum.

Sænska sjónvarpið hrekur tölur lýðheilsunnar Lýðheilsan í Svíþjóð hefur fullyrt að þeir sjái enga sérstaka aukningu dánartalna á elliheimilum í kórónufaraldrinum. Sænska sjónvarpið athugaði málið og niðurstaðan varð allt önnur: 

  • Yfir 30% hærri dánartölur á heimilum aldraðra í allri Svíþjóð
  • 100% fjölgun andláta á elliheimilum í Stokkhólmi
  • 100% fjölgun andláta á einstaka elliheimilum í Borlänge, Gautaborg, Gävle og Linköping
  • 62% fjölgun andláta í Västmanland, 41% fjölgun í Östergötland, 39% Jämtland og 37% fleiri andlát í Sörmlandi.
Tölurnar sýna fjölgun andláta á á elliheimilum í Svíþjóð mars-maí 2020 miðað við sama tímabil árin 2017-2020
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila