Alþjóðavæðingin hefur fært okkur kórónukapítalismann án heilsufarsöryggis eða tryggrar matvælakeðju

Þannig lýsir kínverski teiknarinn Rebel Pepper afrakstri alþjóðavæðingarinnar  Mynd:RFA

Það þurfti eina veiru frá Kína til að vekja athygli okkar á skelfilegum afleiðingum alþjóðastefnunnar sem verið hefur ráðandi á undanförnum árum. Hvarvetna í Evrópu blasir skelfingin við, þegar heilsufarskerfið sem okkur hefur verið talin trú um að sé nútímalegt og veiti okkur öryggi, dugar ekki gegn plágunni frá Kína. 

Aðvaranir um hættu á yfirvofandi matvælaskorti og uppþotum hungraðra koma eins og haglél þessa stundina. Maximo Torero fjármálastjóri Matvæla- og landbúnaðardeildar Sameinuðu Þjóðanna FAO segir í viðtali við the Guardian að vandamálin vaxi á ógnarhraða í kjölfar kórónuveirunnar: 

”Það versta sem getur gerst er að takmarkanir ríkisstjórna stöðvi flæði matvæla. Allar aðgerðir gegn frjálsri verslun eru stórskaðlegar. Núna er ekki tíminn til að vera með takmarkanir eða viðskiptahindranir. Núna er tíminn að vernda flæði matvæla um allan heim.”


Útvarp Saga hefur áður greint frá, að Svíar eru háður 50% matvælainnflutningi. Það sama er uppi á teningnum hjá Bretum sem fá 50% matvæla erlendis frá. Á milli 80-90% grænmetis er innflutt til Bretlands og segir fv. þingmaður Verkamannaflokksins George Galloway í viðtali við Daily Express að hann skilji ekki hvernig það hafi geta gerst á jafn grænni eyju og Bretlandi.

Mikill matarinnflutningur kemur frá Frakklandi og hundskammar Galloway Macron Frakklandsforseta fyrir að hafa hótað Boris Johnson að loka landamærum Frakklands til að þvinga Johnson að gangast að viðskiptaskilmálum Frakka, en þeir fara m.a. fram á áframhaldandi fiskveiðar innan lögsögu Bretlands eftir Brexit.
Fransesco Rocca forstjóri Alþjóða Rauða krossins sagði á fundi með SÞ að

 ”Það eru margir sem lifa á mörkunum, í svo kölluðum svartholum samfélagsins. Ég er hræddur um að við fáum félagsvandamál í erfiðum nágrennum stórborganna innan vikna. Þetta er félagssprengja sem getur sprungið hvenær sem er, vegna þess að þetta fólk hefur litla tekjumöguleika.”

Mynd:RFA


Sænski iðnjöfurinn Marcus Wallenberg segir að búast megi við miklum þjóðfélagslegum óróleika í kjölfar lokunar samfélagsins.Sky news greinir frá því, að fólk ráðast á búðir í suður Ítalíu til að stela mat. Faðir ungrar dóttur segir frá því, að

 ”það verður bylting því fólk á engan pening og getur ekki keypt sér mat.” 

Seinna sést maður veifa byssu og segist vera reiðubúinn til að drepa fyrir mat en á félagsmiðlum er verið að undirbúa árásir á búðir til að ná í mat. Borgastjóri Palermo segir að glæpagengi notfæri sér ástandið. Segir hann 

”sparnað fólks á þrotum og uppþot og óróleiki komi í kjölfarið.”


Ömurleiki kórónadauðans birtist m.a. í örvæntingu lækna frá Spáni eins og í myndbandinu fyrir neðan en á Spáni gildir núna útigöngubann fyrir flesta í tvær vikur fram í tímann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila