Alvarlegar afleiðingar vegna spilafíknar eru mjög miklar og varða mjög stóran hóp í kringum spilafíkilinn

Alma Hafsteinsdóttir formaður áhugasamtaka um spilafíkn

Spilafíkn hefur mjög alvarlegar afleiðingar í samfélaginu og eru fjölmörg dæmi um að fólk hafi framið sjálfsvíg vegna spilafíknar, og það sem bætir enn á sársaukan eru þau áhrif sem spilafík hefur á aðstandendur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ölmu Hafsteinsdóttur formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn í þættinum Heilsan heim í dag en hún var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Alma sagði í þættinum að áhrif spilafíknar hefðu ekki einungis áhrif á fíkilinn sjálfan, heldur vini, ættingja og annara náinna vandamanna og þau áhrif eru ekki eingöngu fjárhagsleg því þau geta einnig verið líkamleg og ekki síst andleg enda mikið álag og áhyggjur sem fylgja því að vera í fjölskyldu og eða vinatengslum við spilafíkil.

Þá segir Alma það furðu sæta að líknarsamtök og menntastofnanir fjármagni starfsemi sína með þeim hætti að reka spilakassa og segir Alma að það sé í raun afskaplega einfalt að segja út á hvað slík starfsemi gengur í raun, það sé beinlínis verið að misnota veikt fólk fjárhagslega.

Smelltu hhér til þess að kynna þér málefnið og baráttuna nánar.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila