Alvarlegt ástand á Landspítala tilkomið vegna stjórnunarvanda heilbrigðisyfirvalda

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Það alvarlega ástand sem nú ríkir á Landspítalanum er tilkomið vegna stjórnunarvanda heilbrigðisyfirvalda sem ekki hafa brugðist við ítrekuðu ákalli árum saman um að bæta þurfi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og taka á vandanum föstum tökum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga segir að ekki þurfi að líta lengra en ár aftur í tímann þegar neyðarkall hafi komið frá spítalanum um að það væru of margir sjúklingar inniliggjandi miðað við þá getu sem spítalinn réði við eða um 100 pláss. Þingið hafi sett ákveðið fjármagn til þess að leysa það mál með samningum við aðrar stofnanir um að taka mesta kúfinn en af því hafi ekki orðið, fyrst og fremst vegna þess að ráðherra hafi einfaldlega ekki sinnt málinu.

Helga bendir á að núna ári síðar séu Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar sem eigi að sjá um málið séu ekki ennþá búin að leysa málið og semja um hvernig málum skuli háttað. Það sé sorglegt því það hafa aðilar komið að málum og sagst geta leyst þetta á þremur vikum ef samið væri við þá, en ári seinna er það ekki enn klárað.

Ofan á bætist að þegar úrræðum úti á landsbyggðinni er fækkað vegna sparnaðar þá hverfi ekki sá vandi, heldur færist hann til Landspítalans, það endi svo með biðlistum sem lengist í sífellu sem sé mjög kostnaðarsamt.

þetta er ekki stjórnunarvandi hjá Landspítalanum heldur stjórnunarvandi hjá heilbrigðisyfirvöldum sem bregðast ekki við ástandinu“ segir Helga.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila