14 tonn af amfetamíni framleitt af íslamska ríkinu gert upptækt á Ítalíu – átti að fjármagna fyrirhuguð hryðjuverk í Evrópu

Amfetamíntöflum hellt í kör lögreglunnar á Ítalíu

Lögreglan á Ítalíu gerði upptæk 14 tonn af amfetamíntlöflum 1. júlí, sem verið var að smygla frá hryðjuverkasamtökum ISIS til Evrópu að andvirði 1 milljarða evra mótsvarandi 157 milljörðum íslenskra króna. Féð átti að nota til að fjármagna íslömsk hryðjuverk m.a. í Evrópu í nánustu framtíð. Um var að ræða 84 milljónir pillur sem faldar voru í stórum pappírsrúllum og iðnaðartækjum í flutningagámum.


Í yfirlýsingu lögreglunnar í Naples segir: „Við vitum að íslamska ríkið fjármagnar hryðjuverkastarfsemi sína með smygli og sölu á eiturlyfjum framleiddum í Sýrlandi. Sýrland hefur á nokkrum árum orðið stærsti framleiðandi amfetamíntafla í heiminum.”


Með því að skera sundur pappírsrúllur og gírkassa iðnaðarvéla þá fundust pillurnar. Lögreglan hefur sýnt myndbönd þegar hún finnur eiturlyfin og segir þetta vera „tilraun til stærsta eiturlyfjasmygls á amfetamíni í heiminum.” Pillurnar eru kallaðar „dóp hins heilaga stríðs” enda mjög notaðar af hryðjuverkamönnum ISIS í stríðsaðgerðum. Segir lögreglan það vera létt verk fyrir íslamska ríkið að framleiða eiturlyf í stóru magni til að fá skjóta peninga til hryðjuverka. Hefðu töflurnar farið á markaðinn hefðu þær mettað alla Evrópu að sögn lögreglunnar.


Fyrir tveimur vikum gerði lögreglan upptækan gám í Salerno með 6.200 pundum af hassi og á aðra milljón amfetamíntafla einnig frá Sýrlandi.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila