Amy Barrett sór eið sem dómari í Hæstarétt Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu

Amy Barrett heldur ræðu í hátíðlegri innsetningarathöfn í Hvíta húsinu sem einn af níu dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna

Fyrr í vikunni sór Amey Barrett eið sinn sem dómari í Hæstarétt Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Öldungardeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um dómarastöðu hennar sem féllu eftir pólitískum línum Repúblikana og Demókrata með 52 atkvæðum gegn 48 fyrir Barrett. Alls eru 9 dómarar í Hæstarétti og ráðnir ævilangt. Leiðtogi meirihluta öldungardeildarinnar, Mitch McConnell sagði Berrett uppfylla öll skilyrði sem dómari Hæstaréttar en Kamala Harris forsetaframbjóðandi Demókrata tísti eftir á að verið væri að „misbjóða lögunum“ með kjöri Amey Barrett.

Við innsetningarathöfnina í Hvíta húsinu mánudagskvöld sagði Amy Barrett: „Kjarninn í eiðstafnum sem ég hef hátíðlega svarið í kvöld þýðir að að ég mun leysa störf mín af hendi óhrædd og ekki fyrir eigin vinning og ég mun gera það óháð stjórnmálum og persónulegum skoðunum mínum. Ég elska stjórnarskrána og það lýðræði sem hún viðheldur og ég mun nota tímann til að verja hana.“

Trump Bandaríkjaforseti sagði: „Ég vil að sérhvert bandarískt barn sem horfir á athöfnina skilji að þetta er mjög sérstök og mikilvæg athöfn. Við leysum það verkefni sem sérhver kynslóð fær – að viðhalda þjóðlegu hefðum og dyggðum sem hafa gert okkur kleift að koma öllu því til leiðar sem finnst þegar við komum til leiðar því sem við gerum á morgun. Burtséð frá því hver þú ert eða hvaða bakgrunn sem þú hefur – í Bandaríkjunum njóta allir sömu réttinda og verndar laganna. Og það mun aldrei verða mögulegt að taka heilög réttindi þín frá þér.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila