Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhalds vegna andláts manns í Úlfarsárdal

Karlmaður á fimmtugsaldr hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19.desember næstkomandi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns sem féll fram af svölum í Úlfarsárdal í gærkvöld.

Fimm voru handteknir í kjölfar málsins í upphafi en fjórir hafa verið leystir úr haldi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var hinn látni á sextugsaldri. Ekki eru frekari upplýsingar um rannsókn málsins veittar að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila