Angjelin Sterkaj dæmdur í 16 ára fangelsi vegna morðsins í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Armando Beqirai við heimili hins myrta við Rauðagerði um miðjan febrúar á þessu ári.

Þau Claudia Sofia Carvahlo, Shpetim Qerimi og Selivrada Mura sem einnig voru ákærð vegna málsins og talin eiga þátt í morðinu voru hins vegar sýknuð.

Angjelin hélt því fram allt frá byrjun að hann hefði einn staðið á bak við morðið en Claudia viðurkenndi að hafa tekið á móti fyrirskipunum frá honum og látið hann vita þegar bíll Armando færi frá vinnustað Armando, en skömu eftir það skaut Angjelin hann alls níu skotum.

Saksóknari gerði kröfu um að fangelsisdómur yfir Angjelin yrði nær 20 árum en sem fyrr segir var hann dæmdur í 16 ára fangelsi. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu lögreglu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila