Anna María með besta árangur Íslendings á heimslista í bogfimi og önnur hæst af Norðurlandabúum á heimslista

Anna María Alfreðsdóttir bogfimikona er með besta árangur Íslendings á heimslista og önnur hæst af Norðurlandabúum á heimslist í bogfimi. Anna er einnig í 60 sæti á heimslista og 30 sæti á Evrópulista. Það er einnig hæsta sæti á heims- og Evrópulista sem Íslendingur hefur náð í íþróttinni hingað til.

Anna María byrjaði sterk á þessu ári með 4 sæti á EM innandyra (U21) í Febrúar í Slóveníu og svo þriðja sæti á Veronicas Cup World Ranking Event í maí í Slóveníu. Á EM utandyra í Munchen í júní endaði hún í 17 sæti og svo í 33 sæti á heimsbikarmótinu í París í júní. Á EM og heimsbikarmótinu var Anna slegin út í lokakeppni með naumum mun á móti keppendum frá Kóreu og Tyrklandi. Kórea og Tyrkland eru einu tvær þjóðirnar sem unnu til gull verðlauna á síðustu Ólympíuleikum og meðal sterkustu bogfimiþjóða í heiminum.

Anna er næst hæst Norðurlandabúa á heimslista í trissuboga kvenna og er á hraðri uppleið. Samtals eru 12 Norðurlandabúar meðal 300 efstu á heimslista trissuboga kvenna, af þeim 12 eru 6 Íslendingar. Ísland er með annað sterkasta trissuboga kvenna lið á Norðurlöndum í 30 sæti á heimslista og 13 sæti á Evrópulista á eftir fyrrum heims- og Evrópumeisturum Danmörku sem verma 17 sæti á heimslista og 9 sæti á Evrópulista miðað við stöðuna í dag. Topp þrjár konur á Norðurlöndum eru:

  1. Tanja Gellenthien – Danmörk (8)
  2. Anna María Alfreðsdóttir – Ísland (60)
  3. Natasha Stutz – Danmörk (85)

Anna er íþróttamaður á hraðri uppleið sem er vel vert að fylgjast náið með í framtíðinni, sérstaklega í ljósi þess heimssambandið World Archery hefur lagt til að bæta við trissubogaflokki á Ólympíuleikana 2028 í Los Angeles.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila