Annað Ísland: Eldri starfskraftar eru verðmæti sem kastað er á glæ

Sigurjón M. Egilsson og Gunnar Smári Egilsson.

Atvinnuleysi þeirra sem eru 50 ára og eldri er viðvarandi vandamál hér á landi, og lítið sem ekkert hefur verið gert í því til þess að vekja athygli á vandamálinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Annað Ísland í dag sem er í umsjá Gunnars Smára Egilssonar og Sigurjóns M. Egilssonar. Rætt var meðal annars við Katrínu Baldursdóttur um atvinnumál eldri starfskrafta en Katrín bendir á að eldri starfskraftar hafi oft marga kosti umfram þá yngri “þarna er reynslan og þekkingin, auk þess sem þessi hópur verður sjaldan veikur og er almennt hraustur þá öðru hafi oft verið haldið fram“,segir Katrín. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila