Annie Lööf hættir sem formaður Miðflokksins

Margir voru ekkert óhressir með, að Annie Lööf formaður Miðflokksins tilkynnti um afsögn sína sem formaður flokksins (mynd sksk svt).

Flokksstjórnin gagnrýnd fyrir að hafa yfirgefið kjarnakjósendur flokksins á landsbyggðinni

Eftir slæma útkomu sænska Miðflokksins í þingkosningunum hættir Annie Lööf, formaður Miðflokksins sem formaður flokksins. Hún hélt blaðamannafund og tilkynnti afsögn sína:

„Ég stend hér hnakkreist með sömu sjónarmið og ég hafði fyrir tveimur árum, fyrir ellefu árum, í gær og jafnvel eftir tíu á.“

Hún sagði, að „hatursfull orðræða“ sem hún varð fyrir hafi haft áhrif á ákvörðun hennar að hætta. Annie Lööf mun halda áfram sem flokksformaður þar til eftirmaður hefur verið valinn.

„Ég tilkynni þessa ákvörðun núna, svo Miðflokkurinn geti hafið skipulagt og gott ferli til að velja nýjan leiðtoga. Og ef það hentar, opið og gagnsætt ferli með fleiri frambjóðendum.“

Miðflokkurinn tapaði 2 % í þingkosningunum miðað við úrslitin 2018. Þetta hefur leitt til harðrar gagnrýni innan flokksins á flokksstjórnina, sem er sökuð um að hafa yfirgefið kjósendur á landsbyggðinni. Svíþjóðardemókratar juku verulega við fylgi sitt á landsbyggðinni í kosningunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila