Ansgariikirkjan í Jönköping brann till ösku í gær – lögreglan rannsakar hvort um íkveikju sé að ræða

Ansgariikirkjan í Jönköping gjöreyðilagðist í bruna í gær. Lögreglan rannsakar uppruna eldsins og útilokar ekki að um íkveikju sé að ræða. (Sksk sænska sjónvarpið/Facebook)

Aðfararnótt þriðjudags, korter yfir tvö, var slökkviliðið í Jönköping í Suður Svíþjóð kvatt að Ansgariikirkjunni Jönköping sem stóð í ljósum logum. Kallað var út aukalið sem barðist við eldinn um nóttina og brann kirkjan til kaldra kola. Lögreglan rannsakar hvort um íkveikju sé að ræða. Í kjallara kirkjunnar var leikskóli sem er ónýtur. Enginn slasaðist. Um 7 leytið þriðjudagsmorgun tilkynnti slökkviliðið að kirkjubyggingin væri gjörónýt og um þrjúleytið var búið að slökkva það mesta. Slökkvilið var áfram á staðnum allan gærdaginn.

Samuel Nyström slökkviliðsstjóri segir í viðtali við sænska útvarpið að „Bruninn var þegar útbreiddur, þegar við komum á staðinn.“ Erik Creutz hjá lögreglunni segir, að of snemmt sé að segja neitt um orsakir eldsins en „lögreglan rannsakar eldsvoðann sem íkveikju.“

.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila