„Apabólu“ slær niður í mörgum löndum – 40 tilfelli á Spáni og Portúgal, 17 í Kanada ásamt Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð

Sænska lýðheilsustöðin flokkar apabólu sem almennan hættulegan sjúkdóm en tilfelli apabólu er staðfest í Stokkhólmi. Verið er að rannsaka marga tugi tilfella sem hafa skotið upp kollinum í Evrópu og Kanada. Apabóla er nokkurs konar hlaupabóla í öpum sem getur borist í mannfólk og er sjúkdóminn helst að finna í Vestur- og Mið-Afríku. Smit virðist berast með kynathöfnum samkynhneigðra karlmanna. (Mynd CDC).

Sjúkdóminn einkum að finna í Vestur – og Mið-Afríku

Klara Sondén, sýkingalæknir og rannsakandi hjá sænsku lýðheilsunni segir um hið nýuppgötvaða tilfelli í Svíþjóð:

„Sá maður í Svíþjóð, sem staðfest hefur verið að sé smitaður af veirunni er ekki alvarlega veikur og hefur fengið aðhlynningu. Við vitum ekki enn, hvar viðkomandi smitaðist, verið er að rannsaka það mál.“

Apabólu („monkeypox“ á ensku) er lýst, sem afar sjaldgæfum sjúkdómi vegna sýkingu apabóluveiru. Algengasta smitleiðin er frá dýrum til manna en apabólan getur í mjög sjaldgæfum tilfellum borist með náinni snertingu milli manna.

Sjúkdómurinn finnst í Vestur- og Mið-Afríku. Frá öðrum löndum í heiminum hafa ekki mörg tilfelli verið skráð fram að þessu og þá oftast í kjölfar ferðalaga til þessara svæða. Þegar covid herjaði í Afríku jukust smit apabólunnar meðal fólks.

Óvenjulega mörg tilfelli apabólusóttar núna í Kanada og Evrópu, Bandaríkjunum og Bretlandi

Í vor hafa fundist óvenju mörg tilfelli apabólusóttar í Evrópu. Yfir 40 tilfelli hafa nýlega uppgötvast á Spáni og Portúgal, 17 í Kanada og einnig í Bandaríkjunum og Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Kanada og evrópsku sóttvarnarstofnuninni (ECDC) virðist veirusmit hafa átt sér stað í samskiptum samkynhneigðra karla, hvað varðar tilfelli í Bretlandi.

Sænska málið hefur verið tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO og ECDC. Algengustu sjúkdómseinkenni apabólu eru hiti, bólgnir eitlar, almenn vanlíðan og útbrot með blöðrum. Í evrópskum tilfellum hefur oft verið greint frá því að húðvandamálin séu staðbundin í kynfærum, nára og húðinni í kringum endaþarmsopið.

Klara Sondén segir sjúkdóminn afar sjaldgæfan:

„Þetta er mjög óvenjulegur sjúkdómur. Sænska lýðheilsan kannar nú ásamt svæðisbundnum sóttvarnardeildum, hvort fleiri tilfelli séu í Svíþjóð.

Lýðheilsa Svíþjóðar fer núna fram á það við stjórnvöld, að apabólan verði flokkuð sem almennt hættulegur sjúkdómur til að fá aðgang að verkfærum sóttvarnaraðgerða t.d. að rekja smitútbreiðslu. Tilgangurinn er að hemja útbreiðslu sjúkdómsins.

Sjá nánar hér

Deila