Aprílgabb Útvarps Sögu – Kínverskur fjárfestir er ekki að fara að kaupa Reykjanes

Frétt sem birtist í gær hér á fréttavef Útvarps Sögu og sagði frá Kínverskum fjárfesti sem hugðist kaupa Reykjanes var aprílgabb. Í fréttinni sagði meðal annars frá því að fjárfestirinn Robin Zeng hefði lýst yfir áhuga á að fjárfesta í miklu landssvæði nálægt Reykjavík og að Reykjanesið myndi helst koma til greina.

Þá kom fram í fréttinni að fjárfestirinn hefði í hyggju að byggja rafgeymaverksmiðju og svo vetnisverksmiðju í samvinnu við Green Energy og aðra fjárfesta á Íslandi. Með í för áttu að vera meðal annara forstjóri Yutong Bus og bankastjóri Asíubanka sem sagður var ætla að veita lánsfé til landakaupanna og verksmiðjubygginga á Reykjanesi.

Í fréttinni sagði Yutong og Zeng byðu almenningi í kynningarskyni ókeypis far með Youtong rútum frá Hörpu að Geldingardal á tilteknum tíma. Þeir sem komu á staðinn ráku upp stór augu þegar engar rútur frá Yutong væri að sjá og áttuðu menn sig fjótt á því að um aprílgabb væri að ræða. Við viljum þakka þeim lesendum sem létu blekkjast af þessu græskulausa gabbi fréttvefjar Útvarps Sögu og vonum að fólk hafi haft gaman af.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila