Aprílgabb Volkswagen getur farið fyrir dómstól

Aprílgabb dótturfélags Volkswagen í Bandaríkjunum virðist hafa haft áhrif á að verðbréf félagsins hækkuðu í kjölfarið. Yfirvöld rannsaka hvort lög hafi verið brotin.

Fyrsta apríl birti Volkswagen fréttatilkynningu þar sem fullyrt var að fyrirtækið myndi skipta um nafn í Bandaríkjunum og taka upp nafnið Voltswagen. Var þetta gert í gríni í tilefni dagsins en margir trúðu fréttinni. Þar sem svo margir áttuðu sig ekki á því að um aprílgabb var að ræða, þá hækkuðu verðbréf Volkswagen í kjölfar fréttarinnar. Núna eru verðbréfa – og fjármálaeftirlitið að rannsaka málið og Volkswagen í Bandaríkjunum segist vinna með yfirvöldum.

Volkswagen baðst afsökunar og forstjóri fyrirtækisins í Bandaríkjunum sagði í viðtali að þetta hefði bara verið grín og tilraun til að skapa skemmtilega athygli og til að halda upp á rafmagnsvæðingu bílaflotans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila