Arabískur „stjórnmálaflokkur” sendir frá sér stríðsyfirlýsingu gegn Svíþjóð – hótar „innríkisstríði” ef Svíþjóðardemókratar komast til valda

Krar Al-Hamede ritari Arabíska „flokksins” hefur áður komist í kast við lögregluna og m.a. þurft að sæta geðrannsókn

Mátulega eftir að ESB lýsir því yfir, að íslam sé engin ógn við íbúana, birtir arbíski “flokkurinn” Norræna deildin í Svíþjóð (Nordiska Avdelningen) myndband með stríðsyfirlýsingu gegn sænska ríkinu. Segist Krar Al-Hamede flokksritari að flokkurinn hafi vopnað fólk frá Haparanda í Norður Svíþjóð til Mamö í suðri og munu láta til skarar skríða ef Svíþjóðardemókratar komast í ríkisstjórn 2022. „Flokkurinn” segist fylgja sósíalisma. Er stríðsyfirlýsingin hótun um vopnaða árás á sænska ríkið og viðvaranir sendar til embættismanna, lögreglu, starfsfólks réttarfarskerfisins, dómara og nefndamanna og til annarra sem að mati talsmanns flokksins eru rasískir og á móti innflytjendum.

Þið sem eruð rasistar – gætið ykkar vel

„Við munum hefja stríð gegn sænska ríkinu ef Svíþjóðardemókratar komast til valda í Svíþjóð. Ef Svíþjóðardemókratar verða ríkið munum við heyja fullt vopnaða andspyrnu gegn ríkinu” segir Al-Hamede á myndbandi (sjá neðst á síðunni) sem hann hefur lagt út á Youtube. „Við erum tilbúnir á sama augnabliki og Svíþjóðardemókratar fá völdin í landinu og munum þá lýsa yfir að sænsk lög falli úr gildi og hefja innanríkisstyrjöld. Við munum heyja tölvuárásir, við höfum allan þann útbúnað sem þarf til að taka völdin á skjótan hátt í Svíþjóð.”

„Þið frá Skáni sem eru rasistar gætið ykkar mjög vel. Þið lögreglumenn sem eru rasistar gætið ykkar mög vel. Þið dómarar, nefndarmenn sem eru Svíþjóðardemókratar: Gætið ykkar mjög vel. Við munum taka völdin fyrr eða síðar. Og þá drögum við alla fyrir dóm. Þið komist ekki undan okkur. Það sem þið hafið gert gagnvart okkur innflytjendum er ófyrirgefanlegt og við munum ekki vera með málamiðlanir. Það er svo einfalt.”

Sú Svíþjóð sem þið viljið hafa er að „eilífu horfin”

Al-Hamede hrósar sósíaldemókrötum: „Ég sem ritari er reiðubúinn að semja við kratana til að koma málunum í lag.” Krar Al-Hamede vakti athygli þegar hann sagðist hafa stofnað Arabíska „flokkinn” í sumar. „Arabíski flokkurinn fer fram á það við alla Svía sem eru ósammála fjölmenningu að segja upp ríkisborgararéttindum og yfirgefa landið. Þið hafið ekkert hér að gera, það Svíþjóð sem þið viljið fá tilbaka er horfið að eilífu” var skrifað á Facebook. Töluvert hefur verið rætt um á félagsmiðlum, hvort Al-Hamede meinar alvöru eða er eingöngu að hræðast og þá hvort hann hafi einhverja fylgjendur með sér í stríðið sem hann hótar með. Á facebook síðunni eru einungis 6 sem hafa áhuga og 12 sem fylgja „flokknum” og telja sumir að félagsmenn geti varla verið fleiri en 200 manns.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila