Árangursríkar dómsdagsspár: Fjórir af tíu á aldrinum 16-25 ára ætla ekki eignast börn af hræðslu við endalok jarðar

Dómsdagspostulum hefur orðið ágengt í hræðslukrossferðum sínum um heiminn. Núna vilja 4 af hverjum 10 ungmennum ekki eignast börn vegna ótta um framtíðina. Rúmlega tveir þriðjuhlutar ungmenna á aldrinum 16 – 25 ára telja að mannkyn muni líða undir lok vegna loftslagsbreytinganna. (Myndin er af loftslagsmótmælum í Madríd 6. des 2019 ©European Green CC 2.0)

Dómsdagsspár um endalok jarðar vegna upphitunar af völdum mannkyns og eilífur hræðsluáróður sumra stjórnmálaafla og fjölmiðla hafa náð náð þvílíkum árangri að jafna má við „heilaþvott.” Auk þess að fjögur af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára vilja ekki eignast börn, þá segjast sex af hverjum tíu ungmennum vera mjög eða sérstaklega mikið áhyggjufull vegna loftslagsbreytinganna.

The Guardian greinir frá því, að þessar tölur koma frá stærstu vísindalegu rannsókn, sem gerð hefur verið fram til þessa, um „loftslagshræðslu ungmenna.” Rannsóknin náði til 10 þúsund ungmenna á aldrinum 16 – 25 ára í tíu löndum.

77% óttast framtíðina, 68% lifa í stöðugri hræðslu og 58% telja að mannkynið muni líða undir lok

84% ungmennanna segja að yfirvöldum hafi mistekist og 77% óttast um framtíðina. 58% telja að mannkynið sé dæmt til að líða undir lok og 57% telja sig hafa minni lífsmögulega en foreldrarnir. 57% segja, að búið sé að eyðileggja það sem hafi gildi í lífinu og 53% segja öryggi sínu ógnað. 41% hika við að eignast börn.

Tilfinningalega segjast 68% vera sorgmædd og jafn margir segjast lifa í stöðugri hræðslu. 63% lifa með stöðugan kvíða og 58% eru reið. 57% upplifa sig máttvana, 51% hafa sektarkennd og 46% skammast sín. 45% eru örvæntingarfull, 43% svíður og 42% lifa í sorg. 39% eru niðurstemmd en 32% eru þrátt fyrir allt bjartsýn á meðan 30% er sama.

Rannsóknin var gerð meðal 10 þúsund ungmenna í Ástralíu, Brasilíu, Finnlandi, Frakklandi, Indlandi, Nígeríu, Filippseyjum, Portúgal, Bretlandi og Bandaríkjunum. Rannsóknin var fjármögnuð af samtökunum Avaaz og skýrslan er til umsagnar og verður birt í endanlegri uppfærslu síðar.

Gréta Thunberg dómsdagspostuli hefur náð víðtækum neikvæðum áhrifum ungmenna – núna t.d. hungursverkfall fyrir utan þinghúsið í Berlín

Unicef segir að einn milljarður barna sé í „stórkostlegri hættu” vegna lofslagsmála en það er tæpur helmingur þeirra 2,2 milljarða barna sem eru á jörðinni. Óhætt er að segja að loftslagsverkfall Gretu Thunberg í Svíþjóð hafi komið ungmennum í uppnám víða um heim.

Í Berlín eru sex ungmenni í hungursverkfalli, vegna þess „að engum stjórnmálaflokki hefur tekist að koma með stefnu sem nær 1,5 gráðu markmiðinu fyrir hámarkshækkun loftslagsins.” Hungursverkfall fyrir loftslagið er hjá þinghúsinu í Berlín.

Simon Helmstedt 22 ára sem hefur ekki borðað í 16 daga segir: „Mér líður ekki vel. Í hvert skipti sem ég stend upp hringsnýst allt í höfðinu á mér. Ég er með hellu fyrir eyrum, hef engan kraft. En þetta snýst ekki bara um þjáningar okkar. Stóra málið er loftslagsréttlætið.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila