Árás á tjáningarfrelsi hins vestræna heims – gróf íhlutun í lýðræðislegar forsetakosningar – forstjórar Twitter og Facebook kallaðir til yfirheyrslu hjá Bandaríkjaþingi

Facebook og Twitter réðust í vikunni á einn af stóru fjölmiðlum Bandaríkjanna New York Post, stofnað 1801 og eitt af s.k. „founding fathers.“ Stöðvuðu netmiðlarnir dreifingu á frétt blaðsins með uppljóstrunum um tölvubréf Hunter Biden sonar Joe Biden forsetaframbjóðenda Demókrata og spillingarmál tengd þeim. Var Twitter síðu blaðsins lokað og lokað á alla sem vildu deila fréttinni. Þetta er í fyrsta sinn sem félagsmiðlafyrirtækin ganga sameiginlega fram í ritskoðun af þessarri stærðagráðu og virðist eina ástæðan hafa verið sú að hindra uppljóstranir sem gætu skaðað forsetaframboð Joe Biden. Inngripið er því fyrir utan að vera gróf árás á lýðræðislegar leikreglur og tjáningarfrelsi, gert í því skyni að nota einokunaraðstöðu netrisanna í þágu annars forsetaframbjóðandans gegn hinum. Þessi grófa íhlutun hefur vakið reiði langt út fyrir raðir stuðningsmanna Donald Trump og þegar Twitter síðan ritskoðaði sjálfa fulltrúardeild Bandaríkjaþings varð mælirinn fullur.

Ritskoðuðu ritara Hvíta hússins og fulltrúardeild Bandaríkjaþings

Twitter lokaði á öll tíst sem vísuðu til New York Post og uppljóstrana um spillingarmál Biden-feðganna. Þegar fulltrúardeild Bandaríkjaþings varð fyrir barðinu á ritskoðuninni ákváðu repúblikanar að stefna forstjórum Twitter, Facebook og Google til yfirheyrslu til að fá fram hvað vakið hafi fyrir fyrirtækjunum með ritskoðun á uppljóstrunum fréttamiðils í hneykslismálum eins forsetaframbjóðandans. Rætt er um að ógilda fyrri lög sem veitir tæknirisunum lagavernd sem miðast við að fyrirtækin skapi tæknilegan grundvöll til upplýsinga og samskipta á netinu. Í þeirri meiningu eru tæknirisarnir ekki ábyrgir útgefendur heldur sjá einungis um tæknihlið mála. En eftir síðustu árásir tæknirisanna á tjáningarfrelsið og notkun tækninnar á grófan hátt einhliða fyrir annan forsetaframbjóðandann á kostnað hins er rætt um að taka lagaverndina af fyrirtækjunum. Þingmenn Repúblikana nota stór orð um afskifti netrisanna og segja lýðræðið vera í mikilli hættu ef einokunarfyrirtækin eigi að ákveða tjáningarfrelsi fyrir notendur sína. Þingmaðurinn Josh Hawley hefur farið fram á að þjóðlega kjörnefndin sem sér um framkvæmdir kosninga rannsaki þátt Twitter sem grófa íhlutun í lýðræðislega kosningar.

Twitter dró úr ritskoðun eftir reiðiöldu fyrir að misnota stöðu sína og skerða tjáningarfrelsi

Twitter ákvað í gær föstudag að hætta ritskoðuninni á Biden hneykslinu þannig að núna getur fólk aftur deilt fréttum blaðsins. Óljóst er hvort Twitter síða New York Post hafi verið opnuð aftur en blaðið tístir miklu magni frétta á hverjum degi en hefur ekki póstað neitt nýtt síðan á miðvikudag.

Yfirheyrsla í Bandaríkjaþingi 28. október yfir forstjórum Twitter, Facebook og Google

Eins og sjá má á tilkynninu hér að neðan frá viðskiptanefnd Bandaríkjaþings verða yfirheyrslur yfir Dorsey forstjóra Twitter, Pichai forstjóra Google og Zuckerberg forstjóra Facebook haldnar í Bandaríkjaþingi 28. október aðeins tæpri viku fyrir kjördag forsetakosninganna 3. nóvember n.k. Donald Trump tísti að hann væri ekki hissa ef kæmi í ljós að netrisarnir í samstarfi við Kommúnistaflokk Kína beittu Bandaríkjamenn bolabrögðum til að koma andstæðingi sínum Joe Biden að. Í nýjustu skoðanakönnunum kemur í ljós að hneykslið hefur haft þau áhrif að draga úr fylgi Joe Biden. Joe Biden virðist taugaveiklaður vegna málsins og skammaði blaðakonu fyrir að spyrja sig um málið. Demókratar segja málið uppspuna frá rótum til þess að rægja Biden því Repúblikanar hafi ekkert annað að koma með. Framvinda þessa hneykslismáls mun fá víðtækar afleiðingar, sérstaklega þegar nýjar upplýsingar um svindl Biden-feðganna og misnotkun valds í eigin hagnaðarskyni koma fram á hverjum degi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila