Árás meginfjölmiðla á Musk: Er grýttur með lygasögum sem berari og þuklari

Ríkasti maður heims, Elon Musk, er nú sakaður um „kynferðislega áreitni“ í fjölmiðlum heimsins. Hann er meðal annars sagður hafa berað kyn sitt fyrir konu. Fréttin kemur frá bandaríska viðskiptatímaritinu Business Insider, sem hefur rætt við „vin“ konunnar sem um ræðir og segist hafa lesið skjöl um meint atvik (mynd: Daniel Oberhaus 2018).

Tucker Carlson varaði við skítaárásinni á Elon Musk þegar í byrjun apríl

Tucker Carlson hjá Fox News spáði því þegar í byrjun apríl, að valdaelítan myndi fljótlega byrja að rægja stofnanda Tesla og milljarðamæringinn Elon Musk, sem segist vilja kaupa Twitter til að bjarga málfrelsi heimsins.

Tucker Carlsson sagði þá:

„Þeir eru að undirbúa skítugustu herferðina, sem nokkru sinni verður farin. Það er eini valkostur þeirra. Endurreisn tjáningarfrelsis á Twitter er lang stærsta ógnin við þá sem ráða. Þeir þurfa að stjórna upplýsingunum. Ef þeir gera það ekki munu þeir falla.“

Business Insider birti skítkastið gegn Elon Musk og ásakaði hann opinberlega um „kynferðislega áreitni.“

Tímaritið rakst á skjöl um flugfreyju hjá SpaceX fyrirtæki í eigu Elon Musk, sem hann á að hafa beðið um að „gera meira“ í nuddi.

Business Insider skrifar:

„Hún sakaði Musk um að hafa afhjúpað harðan lim fyrir sér, að hann hafi strokið fætur hennar án samþykkis og boðið að kaupa handa sér hest í skiptum fyrir erótískt nudd.“

Flugfreyjan neitaði að ræða við fjölmiðilinn og þá birtu þeir frásögn „vinar“ hennar í staðinn

En blaðinu hefur ekki tekist að taka viðtal við umrædda konu. Hún vildi ekki tjá sig. Þess í stað hafa þeir talað við „vin“ hennar.

Sagt er að atvikið hafi átt sér stað árið 2016 og eru sönnunargögnin meðal annars undirritað skjal, þar sem vinur hinnar meintu afhjúpuðu konu á að hafa greint frá því sem gerðist. Blaðið segist einnig hafa rekist á „önnur skjöl“ og tölvupósta.

Ennfremur er fullyrt að Musk hafi greitt konunni 250.000 dollara í sátt.

Í athugasemd við blaðið svarar Elon Musk að það sé „miklu meira í kringum þessa sögu“ og að sagan sé „pólitísk pöntun“.

Vestrænir megin fjölmiðlar hrína í einum kór og fara mikinn í því, hvað Musk sé vondur maður eins og til dæmis sænsku fjölmiðlarnir Dagens Industri, Aftonbladet og Expressen svo nokkrir séu nefndir.

Musk hefur nýlega gagnrýnt Joe Biden og segist ætla að kjósa repúblikana í næstu kosningum

Elon Musk hefur nýlega gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta og sagt að hann ætli ekki lengur að kjósa demókrata heldur repúblikana í staðinn. Hann skrifar á Twitter:

„Árásirnar á mig ber að skoða með pólitískum augum – þær fylgja venjulegri (forkastanlegri) leiðsögubók þeirra – en ekkert mun aftra mér frá því að berjast fyrir góðri framtíð og rétti þínum til tjáningarfrelsis.“

„Það er ljóst að eina markmið þeirra var að trufla kaupin á Twitter. Greinin var skrifuð áður en þeir töluðu við mig.“

Í annarri Twitter-færslu skrifar Musk:

„Ég var vanur að kjósa demókrata, vegna þess að þeir voru (að mestu leyti) góðvildarflokkurinn. En þeir eru orðnir flokkur sundrungar og haturs, svo ég get ekki lengur stutt þá og mun kjósa repúblikana í staðinn. Sjáðu núna, hvernig hin óhreina herferð þeirra gegn mér er að þróast.“

Deila