Árásir með grjótskotum á danska bíla í S-Svíþjóð heldur áfram

Danska BT greinir frá því, grjótkasti á danska bíla heldur áfram af fullum krafti á hraðbraut E65 á milli Malmö og Ystad. Búið er að kæra yfir 100 tilvik á nokkrum vikum.

Danski pípulagningarmaðurinn Frederik Tonnesen er einn þeirra, sem varð fyrir árás nálægt Ystad, þegar hann keyrði bíl sinn af merkinu Ford Transit. Hann lyfti ósjálfrátt upp hendinni, þegar hann skynjaði að eitthvað væri að skella á framrúðunni: „Rafræna landakortið þeyttist burtu og ég var næstum búinn að keyra á járngrindina við veginn, með fullt af glerflísum í eyra, munni og hári. Mér tókst að rétta bílinn af og stoppaði á næsta bílastæðisreit.”

Þar sat hann í sjokki í 10 mínútur áður en hann gat haldið ferðinni áfram: „Ég fékk mikinn marblett á hendina og ef ég hefði ekki lyft henni upp til varnar, þá hefði hnefastór steinninn sem var á fullri ferð skollið beint í andlitinu á mér.”

Grunur leikur á að steinunum sé skotið með einhvers konar verkfæri, því aflið er svo mikið. Sænska lögreglan segir að nær eingöngu sé skotið á danska bíla og hefur henni ekki enn tekist að handsama grjótárásarmennina. Danska lögreglan gengur út opinberlega í Danmörku með viðvörun um grjótárásir í Svíþjóð og biður alla sem verða fyrir þeim að kæra þær umsvifalaust til lögreglunnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila