Arfleifðin: Hvíta húsið birtir lista yfir allt sem hefur áunnist í tíð ríkisstjórnar Donald Trumps

Hvíta húsið birtir lista á heimasíðu sinni yfir það sem áunnist hefur í tíð ríkisstjórnar Donald Trump bæði efnahagslegan uppgang áður en veirufaraldurinn frá Wuhan skall á, atvinnutækifæri fyrir Bandaríkjamenn, lækkun skatta hjá millistéttinni, atvinnusköpun og fjárfestingar í Tækifæris-svæðum, afnám reglufargans og stefnu í viðskiptum og viðskiptasamningum.

Að auki má nefna atriði eins og 450 mílna nýjan landamæravegg, yfir 2,2 trilljóna dollara framlög til hersins og endurbætur í réttarfarskerfinu. Á listanum má einnig sjá hvernig Trump lyfti fram trúarfrelsi í Bandaríkjunum og á heimsvísu ásamt „takmörkunum á vissa kínverska embættismenn, innri öryggiseiningar og fyrirtæki“ vegna þáttöku þeirra í kúgun á meðlimum ýmissa trúarbragðahópa í Kína.

Allur listinn á ensku hér

Saxað af listanum

Tímabilið áður en Kínaveiran kom til sögunnar

  • 7 milljónir nýrra starfa – þrisvar sinnum meira en sérfræðingar ríkisstjórnarinnar höfðu reiknað með.
  • Tekjur millistéttarfjölskyldunnar jókst um $6,000 – fimm sinnum meira en hjá fyrri ríkisstjórn.
  • Atvinnuleysistölur fóru niður í 3.5%, lægstu tölur í hálfa öld
  • 40 mánaða samfleytt tímabil fjölgunar starfa.
  • Fleiri Bandaríkjamenn í atvinnu en nokkru sinni áður – næstum 160 milljónir.
  • Atvinnuleysi það lægsta í 50 ár.
  • Hlutfall fólks á atvinnuleysisbótum aldrei verið lægri
  • Tekjur jukust í öllum borgum í fyrsta skipti á næstum 3 áratugum.

Sköpun framtíðar með fleiri loforðum og tækifærum fyrir meðborgara af öllum uppruna

  • Atvinnuleysistölur hafa aldrei verið lægri fyrir Afró-Ameríkana, spænskumælandi Ameríkana, Asíu-Ameríkana, upprunalega Ameríkana, fv. hermenn, fatlaða og fólks án framhaldsmenntunar.
  • Lægstu atvinnuleysistölur fyrir konur á 70 árum.
  • 7 milljónir færri þurfa á mataraðstoð að halda.
  • Tölur fátækra Afró-Ameríkana og spænskumælandi Ameríkana lægri en áður.
  • Ójafnrétti í launum minnkaði tvö ár í röð með stærstu tölum í meira en áratug.
  • 50% heimila með lægstu tekjurnar sáu tekjur sínar aukast með 40%.
  • Laun jukust mest fyrir lágtekjufólk og verkafólk – 16% hækkun.
  • Húseignir Afró -Ameríkana jukust frá 41.7% í 46.4%.

Atvinnu, verksmiðjum og iðnaðarfyrirtækjum snúið heim til Bandaríkjanna

  • Yfir 1.2 milljón nýrra starfa í verksmiðjum og iðnaði.
  • Áætlun gerð um að taka birgjakeðjur handan hafs til baka til Bandaríkjanna
  • Bjartsýni smáfyrirtækja aldrei meiri og 35 ára gamalt met sem var slegið 2018 slegið enn á ný
  • Ný met slegin á verðbréfamörkuðum
  • Nýjar fjárfestingar í landbúnaði

Með því að neita að loka öllu og læsa náðist methraði í að koma efnahagnum á fætur aftur

  • 56% Bandaríkjamanna sögðust hafa betri afkomu á meðan farsóttin geisaði en fjórum árum áður skv. Gallup skoðun.
  • Efnahagurinn stækkaði 33,1% á þriðja ársfjórðung 2020 – það er mesta stækkun hagvaxtar sem skráð hefur verið.
  • Eftir að lokun vegna kórónufaraldursins var aflétt hefur efnahagskerfið bætti aftur við sig 12 milljónum starfa sem er yfir helming þeirra starfa sem glötuðust.
  • Endurheimting starfa er 23 sinnum fljótari en hjá fyrri ríkisstjórnum.
  • Atvinnuleysi fór frá 14,7% í apríl niður í 6.7% í desember og fór langt framúr vonum um 10% atvinnuleysi í lok 2020.
  • 80% smáfyrirtækja eru starfandi en voru aðeins 53% í apríl.
  • Traust smáfyrirtækja hefur aldrei verið meira.
  • Andvirði húsnæðis jókst um $7.4 trilljónir á öðrum ársfjórðung 2020 í samanlagt $112 trilljónir sem er það hæsta nokkru sinni.
  • Húsaverð hefur aldrei verið meira.
  • Bandaríkin neituðu að loka öllu og læsa sem eyðileggur efnahagslífið og skaðar heilsu almennings enn frekar. Í staðinn var efnahagslífið opnað á öruggan hátt að nýju.
  • Traust fyrirtækja er hærra í Bandaríknunum en í neinu öðru ríki G7 eða ESB.
  • Fjármálamarkaðir eru stöðugir eftir fjölgun þjónustu fjámálaráðuneytisins og Seðlabankans.

Skattalækkanir millistéttarinnar

  • $3.2 trilljóna söguleg skattalækkun og breyting skattakerfisins
  • Atvinnutækifæri og fjárfestingar gerðar í 9 þúsund s.k. Tækifærissvæðum

Reglufargani aflétt

  • Afnám reglugerðafargans á fyrirtæki og vinnandi fólk
  • Bandaríkjamenn eiga meiri peninga í seðlaveskinu

Réttlát og gagnkvæm viðskipti

  • Sögulegir viðskiptasamningar undirritaðir
  • Aðgerðir gegn ósanngjörnum viðskiptaháttum til að setja Bandaríkin í efsta sæti
  • Sögulegur stuðningur við bandaríska bændur

Orkusjálfstæði Bandaríkjanna

  • Hömlum aflétt á olíu- og jarðgasvinnslu
  • Aukið aðgengi að náttúrulegum auðlindum til að ná sjálfstæði í orkumálum

Fjárfest í verkafólki og fjölskyldum

  • Hagkvæm, hágæða þjónusta barnagæslu fyrir verkafólk og fjölskyldur þeirra
  • Fjölbreytt lærlingsnám til skjótra leiða til vel greiddra starfa
  • Aukið efnahagslegt sjálfstæði kvenna
  • Trygg bandarísk forysta í tækni og uppfinningum
  • Forganga Bandaríkjamanna við vinnu í landinu og höfnun innflutnings á ódýru vinnuafli

Viðbrögð til varðveislu lífs við Kína-veirunni

  • Takmörkun ferðalaga frá smituðum svæðum til Bandaríkjanna
  • Fljót viðbrögð gegn Kína-veirunni í Bandaríkjunum
  • Endurskipulagning innlendrar framleiðslu til að tryggja birgðir til þeirra sem eru í framvarðarlínunni
  • Endurfylling á þýðingarmiklum birgðum sem voru í slæmu ásigkomulagi
  • Stærsta, háþróaðasta og uppfinningsríkasta prófkerfi í heimi
  • 2 milljónum mannslífa bjargað með nýjum aðferðum sem minnkaði dánartíðni með 85%
  • Ráðstafanir gerðar sem gerðu lyfjaframleiðendum kleift að framleiða bóluefni á mettíma
  • Ráðstafanir gerðar fyrir þá sem minnst mega sín, þ.á.m. íbúa á hjúkrunarheimilum
  • Stuðningur við fólk til að fara aftur á öruggan máta í skólann og vinnuna
  • Efnahagsaðgerðir til að bjarga bandarískum efnahag, stærsta efnahagsleg aðstoð sögunnar um $3.4 trilljónir

Aðrir þættir á listanum með tilgreindum árangri

  • Góð heilsugæsla fyrir Bandaríkjamenn
  • Endurbætur ríkiréttarkerfisins
  • Örugg landamæri
  • Endurbætt forystu Bandaríkjanna erlendis
  • Miklar hernaðarlegar endurbætur
  • Vernd og þjónusta við fv. hermenn
  • Öruggari sveitarfélög
  • Lífsgleði og trúarfrelsi
  • Aukin menntunartækifæri
  • Baráttan gegn eiturlyfjum
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila