Árið 2020 eitt það óvenjulegasta sem lögregla hefur tekist á við

Árið 2020 er eitt það óvenjulegasta sem lögreglan hefur tekist á við vegna heimsfaraldursins sem hófst þá hérlendis. Þetta kemur fram pistli Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem birtist í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2020 sem komin er út.

Í pistli sínum segir Halla að starfsaðstæður lögreglu hafi verið um margt sérkennilegar því í útköllum hafi lögregla þurft að gæta að sóttvörnum eins og aðrir í samfélaginu og hafi meðal annars þurft að nota grímur og hanska við almenn störf og þurft að klæðast sérstökum heilgöllum í útköllum því alltaf þurfti að gera ráð fyrir að einstaklingar sem úköllin sneru að væru mögulega smitaðir.

Þá segir að ástandið á lögreglustöðvunum sjálfum hafi verið skrautlegt því að aðgengi að þeim hafi verið takmarkað og skipt niður í sóttvarnarhólf

Halla víkur sinnig að þeim málum sem hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu og nafnir þar skipulagða brotastarfsemi sem hún segir að tekin sé föstum tökum hjá lögreglunni og að staðan nú sé sú að málsmeðferð slíkra mála sé hraðað eins og kostur er.

þá er sérstök ástæða til þess að nefna netglæpi sem eru vaxandi vandamál hér á landi og urðum við vel vör við það í faraldrinum“ skrifar Halla.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila