Árlegar covid-bólusetningar samkvæmt Pfizer

mRNA bóluefni gegn kórónuveirunni verða uppfærð og endurbætt árlega. Forstjóri Pfizer, Albert Bourla, er „næstum viss um það“ segir hann við MSNBC. Á sama tíma blandar bóluefnisrisinn sér í málefni Úkraínu með því að gefa hagnað í Rússlandi til Úkraínu.

Segir fólk verða að bólusetja sig árlega gegn covid-19

Í viðtali við MSNBC á miðvikudaginn útskýrði Albert Bourla, forstjóri Pfizer, að fólk muni líklega þurfa „að láta bólusetja sig gegn Covid-19 á hverju ári.“

Hann er næstum því viss um það.

Hann var spurður:

„Heldur þú, að við munum fá uppfærð mRNA bóluefni á hverju ári gegn nýjum afbrigðum af kórónuveirunni og munum við þurfa að taka þessa sprautu á hverju ári?“

„Ég er næstum því viss um það. Ég segi næstum því viss, vegna þess að eftirlitsaðilarnir eiga auðvitað síðasta orðið í þessu öllu. En það er það fína með mRNA. Þú getur sérsniðið bóluefnið bara með því að breyta röðinni“ segir Albert Bourla. ~„Ég er mjög sannfærður um það, að við munum geta brugðist afar, afar fljótt við öllum nýjum afbrigðum.“

Bourla tilkynnti einnig, að Pfizer hefji afskipti af Úkraínu.

Pfizer er enn í viðskiptum við Rússa en hyggst nú gefa hagnaðinn af þeim viðskiptum til aðstoðar við Úkraínu.

Að sögn yfirmanns Pfizer ná refsiaðgerðirnar ekki yfir lyf.

„Lyf eru undanskilin hvers kyns viðskiptaþvingunum og það er rétt.“

Deila