Prófessor í alþjóðarétti segir sænsk yfirvöld hafa „falsað sannanir gegn Julian Assange“

Nils Melzer, prófessor í alþjóðarétti

Nils Melzer, prófessor í alþjóðarétti og sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í pyndingarmálum segir, að lögreglan og saksóknarinn í Svíþjóð hafi starfað með yfirvöldum Bretlands og Ekvador í því skyni að fá Julian Assange framseldan til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum á Assange á hættu eftir uppljóstranir Wikileaks að fá allt að 175 ára fangelsisdóm. Þetta segir Melzer í viðtali við svissneska blaðið Republik. Segir Melzer að sænsk yfirvöld hafi falsað „sannanir“ gegn Assange í tilraun til að fá hann felldan fyrir kynferðisafbrot svo hægt væri að koma honum í hendur Bandaríkjamanna. Assange er í fangelsi í Bretlandi eftir að hann var sviptur hælisstöðu sinni í sendiráði Ekvador í London.

Eva-Marie Persson saksóknari í Svíþjóð sagði í viðtali við sænska sjónvarpið þegar málið var lagt niður í nóvember, að „ákærandinn er trúverðugur með traustvekjandi málstað. En sannanirnar dugðu ekki.“

Miðillinn Samnytt hefur undir höndum gögn sem sýna að breski saksóknarinn þrýstir á sænskan starfsfélaga sinn að gefa ekkert eftir fyrir spurningum blaðamanna. Melzer segir að yfirvöld hafi meðhöndlað Assange á ámælisverðan og neikvæðan hátt til að láta mál hans hræða aðra blaðamenn frá því að fylgja í fótspor Wikileaks. Í tölvubréfum sem Melzer sýnir má lesa að afbrotasérfræðingurnn Mats Gehlin skipar breytingu/fölsun á frásögn hugsanlegs fórnarlambs: „Haldið nýja yfirheyrslu, klippið textann inn í það og merkið yfirheyrsluna þessu erindi. Skrifið einnig undir yfirheyrsluna. Með kærri kveðju, Mats Gehlin afbrotafræðingur.“

Í viðtali við þýzka sjónvarpið ZDF segir Melzer aðförina að Assange vera nornaveiðar, þar sem djúpríkið tekur fram fyrir hendurnar á réttarríkinu: „Þetta eru nútíma nornaveiðar gerðar í þeim tilgangi að skapa fordæmi. Réttarríkið virkar á meðan hagsmunum djúpríkisins er ekki ógnað. Þegar það gerist virkar réttarríkið ekki lengur. Ég held að Wikileaks hafi verið slík ógn og þá hætti réttarríkið að virka.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila