60 læknar krefjast að Julian Assange verði fluttur á sjúkrahús

Fréttastofan AFP greinir frá því, að um 60 læknar vara við því, að stofnandi Wikileaks Julian Assange sé svo veikur að hann geti dáðið í fangelsinu. Þeir krefjast því, að hann verði fluttur án tafar á sjúkrahús til að fá aðhlynningu. 


Læknarnir hafa skrifað opinbert bréf till Priti Pate innanríkisráðherra Bretlands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum af heilsufari Assange. Meðal annars þjáist hann af alvarlegum geðtruflunum eins og fram kom í réttarhöldum yfir honum 21. október s.l. en þá mundi Assange ekki eftir nafni sínu og var þvoglumæltur eins og sjónarvottar hafa greint frá.


Julian Assange er haldið í fangelsi á meðan beðið er eftir ákvörðun um að afhenda hann til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. Saksóknari Svíþjóðar felldi niður ákæru um kynferðisafbrot í Svíþjóð fyrir nokkru. Næst verður mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila