Ástandið á fasteignamarkaði sérstakt og seljendur verða að gæta sín á gylliboðum

Ingólfur Geir Gissurarson fasteignasali

Gríðarleg samkeppni á fasteignamarkaði hefur þau áhrif að seljendur eigna verða að sýna sérstaka varkárni í samskiptum sínum við fasteignasölur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingólfs Geirs Gissurarsonar fasteignasala hjá fasteignasölunni Valhöll í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ingólfur segir að nokkurs konar uppboðsstemning ríki á meðal fasteignasala þegar kemur að því að á til sín eignum til sölu

þá getur það gerst að einhver sem ætlar að selja fasteignina sína hefur samband við fasteignasala og spyr hvers virði eignin sé, þá freistast fasteignasalinn kannski til að gefa upp talsvert hærra verð til þess að ná kúnnanum„,segir Ingólfur.


Mikilvægt að seljandi upplýsi um ástand fasteignarinnar


Ingólfur segir mjög mikilvægt að seljendur hafi í huga að gefa upp allt sem þeir vita um eignina hvað ástand varðar

sérstaklega þegar kemur að séreignum, til dæmis láta vita um ástand lagna, leka og annað slíkt, þetta er auðveldara þegar um íbúðir í fjöleignarhúsum er um að ræða, þá er hægt að fá yfirlýsingu húsfélags eða þá að hægt er að skoða einfaldlega fundargerðir„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila