Ástralía er ekki til sölu! Ný lög banna Kínverjum að kaupa mikilvæg fyrirtæki í kjölfar kórónuveirunnar

Josh Frydenberg fjármálaráðherra Ástralíu

Fyrst kemur kórónuveiran og lamar allt efnahagslífið. Síðan koma risavaxin kínversk ríkisfyrirtæki sem hrægammar í kjölfarið og ráðast á og reyna að gleypa innlend fyrirtæki í fjármálavanda. Pestin hefur náð til Ástralíu og í kjölfarið einnig efnahagsörðugleikar eins og annars staðar í heiminum. Kínverska ríkið fylgdi eftir innrás veirunnar með innrás kínverskra ríkisfyrirtækja á fjármálamarkaði Ástralíu og hóf kaup á fyrirtækjum í stórum stíl að sögn breska Daily Mail.


Til að missa ekki mikilvæg áströlsk fyrirtæki í hendur Kínverja neyddist ríkisstjórn Ástralíu til að setja ný lög sem takmarkar uppkaup erlendra ríkja á fyrirtækjum í neyð í Ástralíu. Fjármálaráðherra Ástralíu, Josh Frydenberg, mælti fyrir lögunum sem eiga að gilda, þar til kórónukreppunni lýkur.

 ”Það er nauðsynlegt að tryggja þjóðarhagsmuni þegar útbreiðsla kórónuveirunnar knýr með óhemju þunga á efnahag og viðskiptalíf Ástralíu. Með þessum aðgerðum mun ríkisstjórnin forgangsraða fjárfestingum sem vernda og styðja áströlsk fyrirtæki og störf í Ástralíu”. 


Á árunum 2018-2019 var Kína stærsti viðskiptaaðili Ástralíu með nær helming allra erlendra uppkaupa og fjárfestinga í Ástralíu. Flokksbróðir fjármálaráðherrans, þingmaðurinn Andrew Hastie sagði í viðtali að Ástralir þyrftu sérstaklega að vera á varðbergi gagnvart Kínverjum. Er það einkum á sviði vöruflutninga á sjó og með flugi sem Kínverjar vilja ná lykilstöðu. Sagði Hastie að

 ”Núna er tíminn að standa vaktina. Við höfum fengið á okkur þung efnahagsleg högg og við verðum að verja okkur gegn hegðun hrægamma.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila