Ástralía fyrst með lög um greiðslufyrirkomulag Facebook og Google til fjölmiðla – önnur lönd koma í kjölfarið

Alheimseinveldi netrisanna Google og Facebook hefur verið stöðvað með nýjum lögum í Ástralíu sem þvinga netrisanna að semja um greiðslur við fjölmiðlafyrirtæki.

Útvarp Saga greindi frá lokun Facebook á deilingu fréttaefnis helstu fjölmiðla Ástralíu fyrir nokkru en Facebook reyndi að þvinga þingmenn landsins til að hætta við lög um afnotagreiðslu netrisanna fyrir efni fjölmiðla. Þegar Facebook lokaði fyrir Ástralíu var samtímis lokað á opinberar stofnanir sem senda daglega frá sér upplýsingar í mikilvægum málum og varð málið allt mikill álitshnekkir fyrir forráðamenn og stjórn Facebook. Meðal annars lokaði Facebook á síður verkalýðssamtaka, góðgerðasamtaka, veðurstofunnar og heilbrigðisþjónustu ríkisins.

David Cicilline þingmaður fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sagði, að „hótun um að koma heilu landi á hnén til að samþykkja skilmála Facebook er endaleg viðurkenning einokunarvalds.” Mark Zuckenberg varð að láta undan eftir samningafund á síðustu stund með Josh Frydenberg fjármálaráðherra og Paul Fletcher samskiptaráðherra Ástralíu

Netrisarnir verða að semja við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur innan þriggja mánaða annars fer málið fyrir gerðardóm

Tilkynning Facebook um lokun Facebook á ástralska miðla og opinberar stofnanir, þegar Facebook fór í stríð við ríkisstjórn Ástralíu.

Ástralska þingið samþykkti ný lög fyrst allra ríkja í heiminum sem skylda Facebook og Google að fylgja lagaramma um samninga við fjölmiðla í Ástralíu. Gildir það fyrir alla fjölmiðla með lágmarkstekjur 150 þúsund dollara og yfir. Önnur lönd eins og Kanade og Bretland yfirvega að taka upp svipuð lög og Ástralía.

Rod Simms formaður áströlsku Samkeppnis- og neytendaráðsins ACCC sagði að nýju lögin takmörkuðu markaðsstyrk tæknirisanna: „Google og Facebook þurfa á fjölmiðlunum að halda en þau þurftu ekki að eiga samskipti við neitt sérstakt fyrirtæki, sem þýddi að fjölmiðlafyrirtæki gátu ekki viðskiptasamninga við Facebook eða Google. Markmið laganna er að veita fjölmiðlafyrirtækjunum möguleika á gerðardómi sem aðstoðar þau til að ná sanngjörnum viðskiptasamningum. “

Lögin kveða á um að þriggja mánaða tími er veittur til samningaviðræðna og hafi ekki náðst samkomulega milli netrisanna og fjölmiðlafyrirtækisins, þá verður skipaður sjálfstæður gerðardómur. Gerðardómur fær 45 daga á sér að koma með dómsniðurstöður.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila