Heimsmálin: 87% eldanna í Ástralíu af manna völdum – herinn kallaður til aðstoðar

Hermenn hafa verið kallaðir út til aðstoðar í baráttunni við skógareldanna sem nú geysa í Ástralíu. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Konráð Pálmason sem búsettur er um 60 kílómetra norður af Sidney.

Í þættinum lýsti hann hamförunum, en Konráð segir meðal annars innviði hafa brostið, rafmagns og vatnslaust sé á stórum svæðum og þá hefur dýralíf í Ástralíu orðið fyrir miklum skaða, um hálfur milljarður dýra hafa drepist vegna eldanna.

Konráð segir sorglegast til þess að vita að stærstur hluti eldanna hafi kviknað af manna völdum

“ það eru um 87% eldanna taldir vera til komna af manna völdum, viljandi og óviljandi, það hafa 67 einstaklingar verið handteknir grunaðir um að hafa kveikt um 90-100 elda“,segir Konráð.

Hann segir að hægt sé að fara leiðir til þess að koma í veg fyrir hamfarir sem þessar „ með því að setja fram forvarnir og brenna til dæmis afgangsvið sem er í skógunum, það er ákveðin forvörn„,segir Konráð.

Hlusta má þá þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila