Ástralía: 4000 eru innilokaðir á strönd umkringdir skógareldum

Þúsundir hafa flúið undan skógareldum í Mallacoota í Ástralíu og leitað skjóls á ströndinni sem er umkringd skógareldum. Eldarnir eru svo miklir að ekki sést til sólar og þegar eldarnir brunuðu fram hjá flugvellinum mældist lofthiti allt að 49C.

Sky News segir að himininn hafi í byrjun orðið svartur og síðan blóðrauður. Steve Warrington slökkviliðsstjóri sagði á blaðamannafundi að varla sæust handa skil: „Þetta er frekar óhugnanlegt. Þeir sem hafa leitað skjóls eru í hættu en við höldum okkar striki og munum bjarga þeim og koma í öruggt skjól.”

Fólkið á ströndinni segjast hafa heyrt sprengingar í borginni og mörg húsin standa í björtu báli.

Skógareldarnir í Ástralíu eru þeir verstu í manna minnum og hafa staðið yfir mánuðum saman. Tugir milljóna hektarar skógs hafa orðið eldinum að bráð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila