Mikilvægt að þekkja og hunsa ekki einkenni heilablóðfalls

Björn Logi Þórarinsson lyf og taugalæknir og Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla

Það er gríðarlega mikilvægt að fræða almenning um einkenni heilablóðfalls og mikilvægi þess að hunsa ekki einkennin komi þau fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þóris Steingrímssonar formanns Heilaheilla og Björns Loga Þórarinssonar lyf og taugalæknis í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Þeir benda á að ef fólk taki því sem svo að einkennin séu eitthvað sem líði hjá og leggist út af til hvíldar, en það geti reynst mjög varasamt

ef þetta reynist vera slag þá byrjar heilinn að deyja ef ekki er leitað læknis, svo þegar einkennin ágerast getur verið orðið of seint að gera nokkuð fyrir sjúklinginn, það að vera meðvitaður getur bjargað lífi þínu eða annara“.

Smelltu hér til þess að skoða vefsíðu Heilaheilla þar sem hægt er að fá upplýsingar um einkennin og hvetjum við lesendur til þess að kynna sér einkennin vel.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila