Átta aðilar gistu fangageymslur í nótt – Fjórir vegna líkamsárása í fjórum aðskildum málum, tveir vegna innbrots, einn eftirlýstur og einn fyrir ítrekuð afskipti lögreglu

Það var talsvert um að vera í aðdraganda þjóðhátíðardagsins og margir sem gerðu sér glaðan dag með því að skemmta sér í miðbænum í nótt. Ekki voru þó allir sem hegðuðu sér innan skynsamlegra marka og þurfti lögregla að hafa töluverð afskipti af fólki vegna ölvunar og annara mála.

Lögreglan fékk tilkynningu í nokkur skipti um sama manninn sem var ofurölvi í miðborginni. Maðurinn var handtekinn og látinn sofa úr sér og þurfti lögregla því ekki að fara enn eina ferðina í útkall vegna mannsins.

Þá var tilkynnt um eignarspjöll og innbrot í borginni í nótt en lögregla hefur grun um hver hafi staðið að innbrotinu og leitar viðkomandi.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði þar sem maður er talinn hafa ráðist á tvo einstaklinga og er hann sagður hafa skallað annan og kýlt hinn tveimur höggum. Málið er í rannsókn.

Tveir menn voru handteknir í Kópavogi grunaðir um innbrot og þjófnað. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Deila