Átta í haldi vegna morðsins í Rauðagerði

Lögreglan hefur handtekið fjóra til viðbótar þeim fjórum sem áður höfðu verið handteknir í tengslum við morð í Rauðagerði á dögunum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að einstaklingarnir fjórir haf verið handeknir í lögregluaðgerðum í gær en ekki liggur fyrr hvort gæsluvarðalds verði krafist yfir mönnunum.

Lögreglan hefur lítið viljað gefa upp um gang rannsóknarinnar enda málið á afar viðkvæmu stigi. Lögregla hefur þó greint frá því að farið hefur verið í nokkrar húsleitir vegna málsins og hald lagt á muni í þeim aðgerðum, fregnir herma þó að morðopnið sé ekki fundið enn.

Þá hefur lögregla greint frá því að verið sé að rannsaka hvort málið megi rekja til uppgjörs innan undirheimanna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila