Atvinnuleysi í Noregi það mesta síðan í kreppunni miklu

Bergen í Noregi

Margir missa atvinnuna í kjölfar kórónu faraldursins. Í Noregi hefur atvinnuleysi stokkið upp á við í tölur sem ekki hafa sést síðan á þriðja áratug síðustu aldar sem kennd er við kreppuna miklu.


TT greinir frá því að skv. norskum yfirvöldum Nav þá hafi atvinnuleysið aukist til tæplega 11% frá rúmum 2% fyrir mánuði síðan.
Yfirmaður Nav Sigrun Vågeng segir að

 ”þróunin síðustu tvær vikurnar eru fordæmalausar.”


Noregur er afar illa sett í verðlækkunum á olíuverði í kjölfar kreppunnar. Verðbréfamarkaður Oslóborgar hefur hrunið 30% á einum mánuði og norska krónan hefur gjaldfallið og er núna orðin minna virði en sú sænska. 
Ríkisstjórn Noregs hefur unnið af fullum krafti að hindra dreifingu veirunnar og lokað skólum og barnaskólum og landamærum ríkisins.

Í Svíþjóð er hins vegar enn ekki búið að loka barnaskólum en skólastjórum í sjálfsvald sett, hvort senda eigi börn heim og stunda fjarnám gegnum netið. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila