Fjögurþúsund umsóknir um skert starfshlutfall höfðu borist Vinnumálastofnun kl.16 í dag

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra.

Um 4000 umsóknir um skert starfshlutfall höfðu borist Vinnumálastofnun kl.16:00 í dag. Í dag var opnað formlega fyrir umsóknir um skert starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda, svokallaða hlutastarfaleið.

Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu.

Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Frekari upplýsingar um helstu atriði frumvarpsins og umsóknir má nálgast hér.

Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum.

Segir Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra að markmiðið sé að styðja við ráðningasamband starfsfólk við vinnuveitendur ” þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er.” segir Ásmundur.

Unnur Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni hversu hratt hefur tekist að vinnaþetta verkefni ” og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.”,segir Unnur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila