Atvinnumálaráðherrar Norðurlandanna funduðu um framtíð vinnumarkaðarins

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sat á dögunum fund með vinnumálaráðherrum Norðurlandanna og aðilum vinnumarkaðarins þar sem græn umskipti, áskoranir framundan og framtíð vinnumarkaðarins á Norðurlöndum var á dagskrá.

Félags- og barnamálaráðherra sagði á fundinum að ekki væri ástæða til að óttast breytingar.

Nú er það undir okkur stjórnmálafólkinu komið að taka markvisst á þeim áskorunum sem fylgja tækniþróun og grænum umskiptum. Við verðum að vinna gegn ójafnræði og þekkingargjám og þurfum að spyrja okkur að því hvernig við leysum þetta saman,“ sagði ráðherra á fundinum.

Ráðherrarnir voru sammála um að kominn væri tími á norrænt þekkingarátak gegn gjám á vinnumarkaði.

Tuula Haatainen, atvinnumálaráðherra Finnlands, sagði á fundinum að tengja þyrfti grænu umskiptin við almenning.

Við verðum að búa til andrúmsloft þar sem litið er á umskiptin til kolefnishlutlauss hagkerfis sem tækifæri fremur en vandamál. Það gerir okkur fært að byggja traustan grunn undir réttlát umskipti þar sem engum líður eins og viðkomandi hafi orðið útundan.

Segja loftslagsbreytingar og tækniþróun hraða breytingum í atvinnulífi

Í skýrslu sem unnin var að beiðni norrænu atvinnuráðherranna segir meðal annars að loftslagsbreytingar og tækniþróun valdi hraðari breytingum í atvinnulífinu og er það mat ráðherranna að hæfniþróun fullorðins vinnuafls og fjárfesting í símenntun skipti algerlega sköpum til þess að gera fólki fært að fara í gegnum umskipti og skipta um starf.

Skyldubundin fullorðinsfræðsla?

Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Sambands norrænna verkalýðsfélaga, segir að nú sé rétti tíminn til stóraðgerða í menntamálum og skoða til dæmis möguleika á að taka upp skyldubundna fullorðinsfræðslu.

„Aukin misskipting og hætta á að skiptingu vinnumarkaðarins eru stóru hætturnar sem vísindafólkið bendir á. Við verðum að vinna gegn þessu. Ef við reynum að byggja upp sameiginlega stefnumótun getum við farið í gegnum þessi umskipti við félagslega sjálfbær skilyrði, segir Magnus Gissler.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila