Auglýsingaherferð kirkjunnar er guðlast og sýnir mikið dómgreindarleysi – Biskup ætti að hlúa frekar að fátækum börnum

Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins.

Framsetning kirkjunnar á frelsaranum á umdeildri mynd sem sýnir hann með brjóst ber vott um dómgreindarleysi, er guðlast og til þess fallið að valda sundrungu innan Þjóðkirkjunnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segist hafa fullan skilning á að kirkjan vilji setja fram þá ímynd að hún sé fyrir alla

en var virkilega nauðsynlegt að gera það með því að setja kinnalit og brjóst á Jesú?“ spyr Inga.

Hún segir að þeir sem hafi ákveðið að þessi leið til þess að kynna starf innan kirkjunnar hafi ekki hugsað málið alla leið

þetta er dómgreindarbrestur að mínu mati og þetta skapar sundrungu innan kirkjunnar, þetta er að mínu mati guðlast, biskup ætti fremur að hlúa að fátækum börnum, af hverju taka þau ekki utan um þennan risastóra hóp barna og búa til auglýsingaherferð um fátækt barna

Þá segir Inga að sundrung innan kirkjunnar séu ekki eina afleiðing myndbirtingarinnar

þetta særir trúarvitund fólks, fólk hefur ákveðna ímynd af Jesú og þarna er verið að afskræma þetta trúartákn og særa fjölda fólks, það hefði allt eins hægt að teikna hann upp í hjólastól og gera hann blindan og setja hann fram sem einn af okkur öryrkjum, hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?, það er hægt að fara aðrar leiðir betri í þessu„,segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila