Aukin tækni veldur breytingum á búskaparháttum – Mikil sóknarfæri á sviði landbúnaðar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitastjórnaráðherra

Aukin tæknivæðing í landbúnaði veldur breytingum á búskaparháttum á Íslandi og ákveðinni samþjöppun, en halda þarf í þá hefð sem skapast hefur með fjölskyldubúunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigurður segir að með aukinni tæknivæðinu aukist framleiðsla í landbúnaði og á sama tíma verði búin stærri. Sigurður leggur áherslu á að það ætti að vera áfram stefnan hér á landi að reka fjölskyldubú eins og verið hefur hér á landi um aldir, hins vegar sé mikið af sóknarfærum í landbúnaði og með því að nýta þau sóknarfæri megi stuðla að meiri fjölbreytileika innan greinarinnar.

Hann bendir á að bændur sé þegar farnir að horfa til þessara sóknarfæra og hafa sumir þeirra haslað sér völl í nýjum greinum

til dæmis kornrækt og menn hafa verið að prófa að rækta repju sem hægt er að nota til framleiðslu á olíu og svo hefur verið hafin hér hamprækt sem virðast vera fólgin í tækifæri„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila