Auknar álögur draga úr möguleikum fólks á því að eiga bíl

Þær auknu álögur sem ríkið hyggst leggja á bifreiðar samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og sér í lagi rafbifreiðar draga úr möguleikum fólks á því að geta rekið og átt bíl. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segir að ríkið sé ansi stórtækt þegar kemur að gjaldtöku á bifreiðum og eldsneyti, sem dæmi taki ríkið helminginn af bensínverðinu beint í ríkiskassann þó ríkið haldi því fram að svo sé ekki, ástæðan sé sú að ríkið taki ekki virðisaukaskattinn með í reikninginn, en þegar hann er lagður við þá sé þetta helmingur verðsins eða 150 krónur á hvern lítra.

Þá sé það athyglisvert ríkisstjórnin tefli því fram við hentugleika að rafbílavæðingin sé hluti af aðgerðum í loftslagsmálum sé því útspili stungið núna undir stól þegar það hentar ekki lengur og aukagjöld sett á rafbíla, sem mun valda því að þegar hækkanir verða komnar að fullu til framkvæmda og ívilnanir felldar niður muni rafbílar hækka í verði um eina og hálfa til tvær milljónir.

„þetta bitnar svo auðvitað mest á þeim sem eru minnst aflögufærir, rafbílar eru dýr valkostur og þeir sem geta notið þess að keyra um á ódýrri orku eru alls ekkert allir og er alls ekki það sem stendur þeim til boða sem eiga lítið aflögu rafbílar eru dýrir og því lendir þessi flata álangning verst á þeim sem hafa lítið aflögu“

Til þess að bæta svo gráu ofan á svart sé til umræðu að leggja vegtolla, fyrst á öll göng landsins svo er fyrirhugað að leggja vegtolla á samvinnuframkvæmdir en það veit svo enginn hvernig á svo að innheimta þessa vegtolla eða hvert gjaldið á að vera.

„að auki þá leggst svo virðisaukaskattur ofan á þessa vegtolla og allt fer þetta upp úr sama vasanum, þetta eykur jú tekjur hins opinbera en við sem notendur erum að borga allt of há gjöld vegna framkvæmdakostnaðar því það er verið að búa til eitthvað nýtt bákn sem er innheimtufélag um innheimtuna“ segir Runólfur.

Þá séu ótal vegtollahlið sem hugmyndir eru uppi um að setja í borgina ekki til þess að þyngja budduna hjá almenningi.

„hvaða skilaboð eru þetta til fólks sem ekki hefur haft efni á að byggja eða kaupa heimili fyrir sig og sína fjölskyldu, sérstakega stærri fjölskyldur sem hafa verið að flytja frá höfuðborgarsvæðinu í nágrannasveitarfélögin, fólk mun fá á sig margfalda skattheimtu ofan á allt annað“

Orkuskiptin gerast mjög hratt og innviði verða að vera til staðar

Þó orkuskiptin gerist hratt og séu í heild samfélagslega jákvæð sé þó hægt að gera betur í þeim efnum. Ákveðin vandamál hafi komið upp varðandi viðhald hleðslustöðva. Þá þurfi að gæta þess að stöðvarnar séu nógu margar og tekur Runólfur dæmi frá Noregi þar sem áður voru helstu áhyggjur manna hvort þeir kæmust á næstu hleðslustöð áður en bifreiðin væri rafmagnslaus en nú séu helstu áhyggjurnar þær hversu mikil biðröð væri við hleðslustöðvarnar.

„það er nefnilega ekki gott ef það er kannski bara ein hleðslustöð á þjónustustað og þú ert kannski fjórði bíll í röðinni og það tekur um hálftíma að hlaða hvern bíl, innviðirnir verða að vera til staðar“segir Runólfur.

Hann segir að þegar komi að hleðslustöðvum í fjölbýli þurfi skipulag að vera gott og beita þurfi ákveðinni stýringu svo allir sem þurfi hleðslu geti fengið hana.

„það þarf að vera stýring varðandi orkunotkun hússins og ef við tökum dæmi um svörtu blokkirnar á Skúlagötu þá var þar fenginn einhver aðili á sínum tíma til að taka út hvernig hægt væri að setja rafhleðslu í bílakjallara við öll stæði og þá kom í ljós að það þyrfti að leggja nýja heimtaug í húsið því kerfið í húsinu myndi ekki ráða við álagið“ segir Runólfur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila