Austurríki fyrsta ESB-landið sem bannar Bræðralag múslíma

Um daginn ákvað austurríska þingið að banna Bræðralag múslima. Landið sem er íhaldssamt verður því fyrsta landið í Evrópu til að banna hryðjuverkatengd alþjóðleg samtök íslamista og gyðingahaturs.

Bræðralag múslima, sem stofnað var í Egyptalandi árið 1928 og starfaði með þýskum nasistum í seinni heimsstyrjöldinni, miðar að því að koma á fót alþjóðlegri kalífatdæmisstjórn byggðri á Kóraninum, Sharia og Hadiths. Í þeim heimi er enginn staður fyrir Gyðinga eða Ísrael. Í Evrópu starfar Bræðralagið oft í gegnum fulltrúa og í Svíþjóð gegnum samtök og námsfélög sem oft fá styrki frá hinu opinbera.

Þótt mörg lönd um allan heim hafa bannað samtökin og skilgreint sem hryðjuverkasamtök, þá þau geta starfan nokkurn veginn óáreitt í Evrópu. Austurríki er eitt þeirra landa, sem hafa lent í miklum vandræðum með róttækt íslam og hryðjuverk sem rekja má til nærveru Bræðralags múslima. Bræðralag múslíma hefur síast inn í austurríska samfélagið með stofnun og yfirtöku fyrirtækja og er í dag lýst, sem stjórnanda iðnaðarveldis í landinu.

Ný lög gegn hryðjuverkum, sem austurríska þingið setti fyrir nokkrum dögum, ákvarða að Bræðralag múslima sé ólöglegt. Lögin voru sett í kjölfar mikillar leyniþjónustustarfsemi, Operation Luxor, sem kortlagði samtökin í landinu og lykilstarfsmenn þeirra.

Hryðjuverkaárás múslima í Vín í fyrra

Á listanum eru um sjötíu einstaklingar grunaðir um hryðjuverk og um sextíu samtök, fyrirtæki, moskur o.fl. Margir þeirra grunuðu voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar s.l. nóvember í kjölfar alræmdrar hryðjuverkaárásar í Vín.

Bræðralag múslima eru nú í hópi svartlistaðra samtaka í Austurríki tengdum „trúarlegum afbrotum.“ Að eiga samskipti við samtökin og breiða út áróður þeirra er refsivert. Á fjöldi vefsíðna, sem tengjast Bræðralagi múslima, hefur herferð verið hrundið af stað gegn yfirvöldum og austurríska ríkisstjórnin sökuð um „íslamófóbíu.“

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila