Bæjarstjóri Grindavíkur: Mörgum líður illa vegna skjálftanna

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur

Það líður mörgum illa vegna skjálftanna sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í morgun, enda hafa Grindvíkingar þurft að búa við óvissu um langa hríð vegna skjálfta og óróa á svæðinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Fannars Jónassonar bæjarstjóra Grindavíkur í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Þegar Síðdegisútvarpið náði tali af Fannari var hann á leið á fund með Almannavörnum til þess að fara yfir stöðuna á svæðinu en hann segir skjálftanna óþægilega áminningu um á hversu kviku landi Íslendingar búa og hversu máttug náttúruöflin séu.

Hann segir að hugsanlega verðið fjöldahjálparstöðvar opnaðar fyrir þá sem ekki líður vel vegna skjálftanna, þangað geta allir leitað sem telja sig þurfa aðstoð. En fyrst og fremst sé það forgangsatriði að koma upplýsinum til íbúa.

Þá var rætt við Einar Bessa Gestsson náttúrujarðvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem segir að nú ríki mikil óvissa og lítið hægt að segja um framhaldið annað en að áfram muni ríkja óvissa. Hann segir um staðbundna skjálfta að ræða sem séu bundir við Reykjanesið en skjálftarnir hafa þór færstt svolítið nær höfuðborgarsvæðinu. Hann minnir fólk á að huga að viðbrögðum við jarðskjálftum og að fólk gæti sérstaklega að innanstokksmunum sem geti valdið slysum eða skemmst.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila