Bændur telja rökstuðning skorta fyrir innflutningi á lambahryggjum

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir formaður Bændasamtakanna

Bændasamtökin og Landsamband sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna reglugerðar sem miðar að innflutningi á lambahryggjum á opnum tollkvóta. 

Í umsögn Bændasamtakanna og Landsambands sauðfjárbænda er bent meðal annars á að ekki liggi fyrir upplýsingar sem sé nauðsynlegt að liggi fyrir áður en reglugerðin sé samþykkt, til að mynda upplýsinga um hversu mikið magn af lambahryggjum sé þegar til í landinu, hversu mikið magn vanti til þess að anna eftirspurn auk þess vanti upplýsingar sem lúti að verðþróun í heildsölu lambakjöts hafi verið að undanförnu.

Þá kemur fram hörð gagnrýni í umsögninni á að ekki virðist sett neitt þak í reglugerðinni á því magni sem flytja megi inn til landsins

“ Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera„,segir í umsögninni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila