Baldur Bjarnason látinn

Baldur Bjarnason

Baldur Bjarnason sem er hlustendum Útvarps Sögu að góðu kunnur er látinn 72 ára að aldri. Baldur var fæddur árið 1949 og var búsettur í Gautaborg þar sem hann hafði búið í hartnær 33 ár og lést þar föstudaginn 7.janúar síðastliðinn. Baldur starfaði á sínum yngri árum við sjómennsku en fór síðar að læra til þjóns og starfaði sem þjónn og yfirþjónn í áraraðir. Sem fyrr segir fluttist Baldur síðar til Svíþjóðar þar sem hann starfaði meðal annars hjá Volvo.

Árið 2016 var Baldur valinn af hlustendum Útvarps Sögu sem hlustandi ársins en Baldur hringdi með reglulegu millibili í símatíma Útvarps Sögu þar sem hann sagði skoðun sína á þjóðmálunum.

Þá var rætt við Baldur í nokkrum þáttum hér á stöðinni þar sem hann sagði frá því helsta sem á daga hans hafði drifið á sænskri grundu en þann 4.ágúst árið 2016 ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Baldur í síðdegisútvarpinu þar sem hann sagði meðal annars frá lífshlaupi sínu og frá því hvað varð til þess að hann ákvað að flytja til Svíþjóðar.

Við sendum ættingjum og vinum hans Baldurs okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Hér að neðan á hlusta á viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Baldur Bjarnason frá 4.ágúst 2016

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila