Banaslys á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs

Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs um hálf níu í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekið hafi verið á konu sem gekk yfir götuna með þeim afleiðingum að hún lést.

Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu en lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nánar tildrög slyssins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila