Banaslys í Garðabæ

Karlmaður á áttræðisaldri beið bana í slysi sem átti sér stað á mótum Kauptúns og Urriðaholststrætis í morgun. Tildrög málsins eru þau að maðurinn gekk yfir götuna og varð fyrir aðvífandi bifreið með þeim afleiðingum að maðurinn lét lífið.

Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki slysið, en ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið helgig@lrh.is

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila